+354-510-0400

CETUS HEALTH GROUP - Höfðabakka 9 - 110 Reykjavík

Leit

Nýjar greinar

Mars 2013

Landspítalinn samdi nú í vetur við Cetus um kaup á vinnuborðum fyrir meinafræði.  Borðin verða alls fjögur og hafa þrjú verið tekin í notkun.  Þau koma frá framleiðandanum Mopec í Bretlandi.  Nýju vinnuborðin munu gjörbreyta vinnuaðstöðu á deildinni og óskum við starfsfólki til hamingju með nýja og bætta aðstöðu.  Á myndunum hér að neðan má sjá þær Helgu V. Ísaksdóttur læknanema (t.v.) og Fjólu Haraldsdóttur lífeindafræðing og gæðastjóra (t.h.). 

Meinafr2             Meinafr

Maí 2013

Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði, Háskóla Íslands hefur tekið í notkun sérhæfða þvottavél fyrir starfsemi sína. Um er að ræða vél frá Tuttnauer sem tekur mæliglös, skilvinduglös og annan búnað sem þarf sérstaka meðhöndlun og hreinsun.  Kerfi vélarinnar eru sápuþvottur, sýruþvottur, skol með afjónuðu vatni og loftþurrkun.

Cetus ehf þjónustar öll tæki sem seld eru hérlendis á vegum fyrirtækisins. Við óskum þeim innilega til hamingju með nýja tækið og hér má sjá Ingibjörgu Magnúsdóttur starfmann Rannsóknarstofunnar á myndinni.  

Háskóli Íslands

Október 2012

Landspítali Háskólasjúkrahús hefur gert samning við Cetus um kaup á límmottum frá Sänger.  Límmotturnar eru notaðar á skurðstofum og hreinsa undan skóm þess sem stígur á. 

 

 

limmottur sanger

Sänger er nýtt umboð hjá Cetus og er vöruúrvalið margs konar rekstrarvara fyrir heilbrigðisstofnanir, lækna-, tannlækna- og rannsóknarstofur.  Enn mun því vörubreiddin aukast og við hvetjum alla til að skoða vöruúrvalið á heimasíðu Sänger og fá verðtilboð hjá okkur.  Sjá hér

 

 

Staðsetning CHG

Hér erum við vertu ávallt velkominn. 
CETUS HEALTH GROUP Höfðabakka 9
110 Reykjavík
Kennitala: 621298-3999
VSK Númer: 60673
Sími/Tel.+354 510 0400